04.07 2014

Breyting á reglugerð um raforkuvirki

Breyting á reglugerð um raforkuvirki

Mannvirkjastofnun vekur athygli á breytingu á reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009 um raforkuvirki með síðari breytingum. Í breytingunni fellst að sett er inn tilvísun til nýrra staðla á háspennusviði þar sem þeir staðlar sem gildandi reglugerð vísar til hafa verið felldir brott. Um er að ræða staðlana ÍST EN 61936-1:2010, Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV – 1. hluti: Almennar reglur, og ÍST EN 50522:2010, Jarðtenging háspennuvirkja fyrir riðspennu yfir 1 kV., en staðalinn ÍST 170:2005 hefur verði felldur úr gildi. 

Reglugerðarbreytinguna má nálgast hér: 

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/58b439f05a7f412f00256a07003476bc/3fc911a0ccd2bbc500257cfd004f67c5?OpenDocument