12.08 2014

Möguleg hætta af uppblásnum heitum pottum

Möguleg hætta af uppblásnum heitum pottum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllunum Húsasmiðjunnar, Bauhaus og Byko á uppblásnum heitum pottum af tegundinni MSpa frá Oriental Recreational Products Co. Ltd. (ORPC), vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað. Viðkomandi pottar voru seldir í Húsasmiðjunni og Bauhaus frá því í maí 2012 þar til í ágúst 2014 og í Byko árið 2010. 

Raffang: Uppblásnir heitir pottar.

Framleiðandi / Vörumerki: MSpa - Oriental Recreational Products Co. Ltd. (ORPC). Gerðirnar B-091, B-110 og B-132 eru til innköllunar hjá Húsasmiðjunni, gerðirnar Silver cloud B-110, Square pearl B-090 og Black pearl hjá Bauhaus og gerðin 88012360 B-140B hjá Byko.

Hætta: Vegna galla getur vatnið í pottunum komist í snertingu við rafmagn (230V) og valdið raflosti og jafnvel drukknun í kjölfarið. Vitað er um a.m.k. fjögur slys í Evrópu þar sem pottar frá þessum framleiðanda koma við sögu.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Húsasmiðjan, Bauhaus og Byko.

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna uppblásinna heitra potta eins hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað. Frekari upplýsingar veita Húsasmiðjan og Bauhaus.

Sjá nánar um innköllun Bauhaus í frétt á mbl.is: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/08/12/uppblasnir_heitir_pottar_haettulegir/