25.08 2014

Möguleg eldhætta af örbylgjuofnum

Möguleg eldhætta af örbylgjuofnum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllunum ELKO á örbylgjuofnum af tegundinni Hitachi, vegna hættu á eldsvoða sem af þeim getur stafað. Viðkomandi örbylgjuofnar voru seldir í ELKO á árunum 2008 og 2009. 

Raffang: Örbylgjuofn.

Framleiðandi / Vörumerki: Hitachi af gerðinni CJAL28.

Hætta: Vegna galla getur ofninn ofhitnað og valdið eldsvoða.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: ELKO.

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna örbylgjuofna eins hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað. Frekari upplýsingar veitir Elko.

Sjá nánar um innköllun ELKO í frétt á mbl.is: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/08/22/elko_innkallar_orbylgjuofna/