27.08 2014

Dregið verði úr krafti ryk­sugn­anna

Dregið verði úr krafti ryk­sugn­anna

Nýj­ar regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins um ryk­sug­ur taka gildi 1. sept­em­ber næst­kom­andi en sam­kvæmt þeim verður afl ryk­sugu­mótora nú tak­markað við 1.600 W.

Ekki verður látið þar við sitja enda er ætl­un­in að fram­leiðend­ur trappi kraft mótor­anna niður á næstu árum og 1. sept­em­ber 2017 munu ryk­sug­ur ekki mega vera öfl­ugri en 900 W.

Í um­fjöll­un um ör­lög ryk­sug­unn­ar í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að einn helsti til­gang­ur ryk­sugu­reglu­gerðar­inn­ar mun vera að draga úr orku­notk­un. Hún nær til Íslands á grund­velli EES-samn­ings­ins en ekki er ljóst hvenær reglu­gerðin verður form­lega inn­leidd á Íslandi.

Nánari upplýsingar: mbl.is