02.09 2014

Mannvirkjastofnun yfirtekur eftirlit með rafföngum

Mannvirkjastofnun yfirtekur eftirlit með rafföngum

Frá og með 1. september 2014, fer Mannvirkjastofnun með eftirlit með rafföngum í samræmi við ákvæði laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, nr. 146/1996. 

Frá árinu 2009 hefur þessu eftirliti verið skipt milli tveggja stofnana, Mannvirkjastofnunar (áður Brunamálastofnunar) og Neytendastofu. Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi 14. maí síðast liðinn var þetta eftirlit sameinað hjá Mannvirkjastofnun og eru nú öll rafmagnsöryggismál á hendi einnar stofnunar eins og verið hafði áratugum saman fyrir mitt ár 2009. 

Þeim sem hafa ábendingar, athugasemdir eða upplýsingar varðandi öryggi raffanga og markaðssetningu þeirra er bent á að snúa sér til Mannvirkjastofnunar á mvs@mvs.is eða í síma 591 6000.