10.09 2014

Möguleg eldhætta af þurrkurum frá Siemens

Möguleg eldhætta af þurrkurum frá Siemens

Mannvirkjastofnun vekur athygli á öryggisráðstöfunum sem gripið hefur verið til gagnvart þurrkurum frá Siemens, vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Viðkomandi þurrkarar voru framleiddir á árinu 2002.

Rafföng: Þurrkarar.

Framleiðandi/Vörumerki: Siemens, með ákveðnum tegundar- og lotunúmerum (sjá innköllun Siemens).

Hætta: Vegna galla geta þurrkararnir ofhitnað og valdið eldsvoða.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Smith & Norland.

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna þurrkara eins og hér um ræðir að nota þá ekki nema undir eftirliti og hafa þegar í stað samband við Siemens (sjá innköllun Siemens) eða söluaðilann.

Sjá innköllun Siemens: http://tumbledryersafety.siemens-home.com/is-is

Sjá frétt um innköllun á vef mbl.is: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/09/10/er_galli_i_thurrkaranum_thinum/