17.10 2014

Möguleg hætta á raflosti og eldhætta af tengiboxum, MP3-spilurum og USB-fjöltengjum frá König

Möguleg hætta á raflosti og eldhætta af tengiboxum, MP3-spilurum og USB-fjöltengjum frá König

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Elko á tengiboxum, MP3-spilurum og USB-fjöltengjum frá König, vegna hættu á raflosti og bruna sem af þeim getur stafað. Rafföngin voru seldar hjá Elko á árunum 2011-2014. Athygli er vakin á að Elko innkallaði í síðasta mánuði fleiri tölvuvörur af svipuðum toga frá König, sjá nánar hér

Rafföng: Tengibox, MP3-spilari og USB-fjöltengi. 

Framleiðandi/Vörumerki: König, tengibox af gerðinni IDE/SATA í USB 2.0 COMPUSBIDESAT2, MP3-spilari af gerðinni MP3 CASSETTE10 og USB-fjöltengi af gerðinni CMPUSB2HUB50. 

Hætta: Hætta á raflosti og eldhætta. 

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Elko. 

Sölutímabil: Á árunum 2011-2014. 

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna raffanga eins og hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Elko (sjá innköllun Elko) eða aðra söluaðila ef því er að skipta. 

Sjá nánar innköllun Elko.

Sjá nánar um fyrri innköllun Elko á tölvuvörum frá König.