25.02 2015

Könnun á rafmagnsöryggi á íslenskum heimilum

Könnun á rafmagnsöryggi á íslenskum heimilum

Í desember síðastliðnum framkvæmdi Capacent könnun á rafmagnsöryggi á heimilum meðal 879 einstaklinga úr Viðhorfshópi Capacent Gallup. Markmiðið var að kanna viðhorf almennings til nokkurra atriða er lúta að rafmagnsöryggi. Meðal þess sem fram kom í könnuninni var að 75 % svarenda prófa sjaldan eða aldrei virkni bilunarstraumsrofa (lekastraumsrofa) á sínu heimili. Þessar niðurstöður eru sláandi vegna þess að bilunarstraumsrofinn er eitt helsta öryggistæki rafkerfisins. Ef útleiðsla verður í raflögn, t.d. vegna bilunar í jarðtengdu tæki, á rofinn að slá út og rjúfa allan straum. Til þess að kanna virkni rofans verður þrýsta á prófhnapp hans a.m.k. tvisvar á ári.

Niðurstöður könnunarinnar.