22.04 2015

Myglusveppur í húsnæði

Myglusveppur í húsnæði

Út er komin skýrsla starfshóps um mögulegar úrbætur vegna mygluvandamála í húsnæði. 

Röng vinnubrögð við hönnun og mannvirkjagerð, vanræksla á viðhaldi og röng notkun á húsnæði virðast vera helstu orsakir raka- og mygluvandamála í húsnæði, að mati starfshóps sem fjallað hefur um myglusvepp og tjón af hans völdum. Tækifæri til úrbóta felast helst í aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum á sviðinu sem leitt gæti til nýrra og bættra vinnubragða og byggingaraðferða. 

Hægt er að nálgast skýrsluna á eftirfarandi slóð:  http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Mygluskyrsla_og_fylgiskjal.pdf 

Einnig er hægt er að finna góðar leiðbeiningar um myglu fyrir almenning á heimasíðu Umhverfisstofnunar: http://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/heimilid/raki-og-mygla/