13.05 2015

Vandamál við að opna pdf skjöl í Chrome vafranum á vef Mannvirkjastofnunar

Vandamál við að opna pdf skjöl í Chrome vafranum á vef Mannvirkjastofnunar

Viðskiptavinir Mannvirkjastofnunar hafa haft samband vegna þess að þeir hafa lent í vandræðum með að opna pdf skjölin á vef stofnunarinnar. Þetta starfar af því að Google hefur uppfært Chrome vafrann en vonandi verður þetta vandamál leyst sem fyrst. Þangað til má notast við leiðbeiningarnar hér fyrir neðan.

Hægt er að opna skjölin í öðrum vöfrum, Explorer, Safari eða Firefox. Einnig má vista þau niður á tölvuna opna þau síðan. Hér má nálgast svokallað extension sem hægt er að ná í fyrir Chrome vafrann til þessa að geta opnað pdf skjöl. 

Við vonum að þetta komist sem fyrst í lag og að þetta valdi viðskiptavinum ekki óþægindum.