22.05 2015

Norrænn fundur um orkunýtni og orkumerkingar

Norrænn fundur um orkunýtni og orkumerkingar

Þann 21. og 22. maí var haldinn fundur á vegum Nordsyn hjá Mannvirkjastofnun. Á fundinn mættu fulltrúar norrænna stofnana sem fjalla um orkunýtni og orkumerkingar í sínu heimalandi. Markmið Nordsyn er að vinna að orkusparnaði með því að stunda markvisst eftirliti með allri vöru á markaði sem nýtir orku. Neytendur eru hafa lykilhlutverki að gegna í þessu eftirliti en með því að seljendur orkumerkja vörur geta neytendur tekið upplýstar ákvarðanir sem spara þeim og samfélaginu rekstrarkostnað í formi betri orkunýtingar.

Nordsyn er hluti af áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar "The Nordic Region - leading in green growth". Þátttakendur eru auk Íslands, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland. Því hefur verið spáð að orkumerkingar og betri orkunýtni muni geta sparað orkunotkun í Evrópu um 5% fyrir árið 2020. 

Nánari upplýsingar um Nordsyn er hægt að nálgast á vef norrænu ráðherranefndarinnar.