01.06 2015

Jarðgangnanámskeið á Akureyri

Jarðgangnanámskeið á Akureyri

Dagana 27. og 28. maí var haldið jarðgangnanámskeið á Akureyri. Tuttugu og þrír einstaklingar sóttu þetta námskeið. Slökkviliðin við Eyjafjörð fengu styrk úr Fræðslusjóði brunamála 2014 og var styrkurinn nýttur til að halda þetta námskeið. Námskeiðið tóks mjög vel og voru allir þátttakendur sammála um það að þetta hafi verið mjög þarft námskeið. Á námskeiðinu var farið yfir þjálfun, æfingar, öryggismál, búnað, stjórnun og skipulag ásamt því að takast á við borðæfingar. Aðalleiðbeinandi var Markus Vogt en hann starfar hjá International Fire Academy í Sviss.