05.06 2015

Möguleg eldhætta af Beats Pill XL hátölurum frá Apple

Möguleg eldhætta af Beats Pill XL hátölurum frá Apple

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Apple á hátölurum, vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Hátalararnir hafa verið seldir um allan heim frá því í janúar 2014. 

Raffang: Hátalari. 

Framleiðandi/Vörumerki: Apple Beats Pill XL. 

Hætta: Eldhætta. 

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Ekki vitað. 

Sölutímabil: Frá því í janúar 2014. 

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna hátalara eins og hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Apple eða aðra söluaðila ef því er að skipta. 

Sjá innköllun og leiðbeiningar Apple.