18.08 2015

Möguleg hætta á raflosti af IKEA Patrull næturljósum

Möguleg hætta á raflosti af IKEA Patrull næturljósum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun IKEA á næturljósum, vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað. Næturljósin hafa verið seld í Evrópu og N-Ameríku frá árinu 2013. 

Raffang: Næturljós. 

Framleiðandi/Vörumerki: IKEA Patrull. 

Hætta: Hætta á raflosti. 

Þekktir söluaðilar á Íslandi: IKEA. 

Sölutímabil: Frá árinu 2013. 

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna næturljósa eins og hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við IKEA. 

Sjá innköllun IKEA