12.10 2015

Jarðtenging háspennuvirkja – Íslensk þýðing

Jarðtenging háspennuvirkja – Íslensk þýðing

Mannvirkjastofnun vekur athygli á því að Staðlaráð Íslands hefur gefið út í íslenskri þýðingu staðalinn ÍST EN 50522,  Jarðbinding háspennuvirkja. Staðalinn kemur í stað ÍST 170 Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV, ásamt staðlinum ÍST EN 61936-1 Power installations exceeding 1 kV a.c. - Part 1: Common rules. 

Þessi evrópski staðall tilgreinir kröfur um hönnun og byggingu jarðtengikerfa raforkuvirkja, í kerfum með riðspennu að nafngildi yfir 1 kV og máltíðni allt að 60 Hz, svo að öryggi þeirra sé tryggt og þau gegni truflunarlaust hlutverki sínu við tilætlaða notkun.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Staðlaráðs.