14.10 2015

Þjónusta Mannvirkjastofnunar í verkfalli SFR

Þjónusta Mannvirkjastofnunar í verkfalli SFR

Stéttarfélagið SFR hefur boðað verkföll hjá sínum félagsmönnum á næstu vikum. Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 15.október til miðnættis föstudagsins 16. október 2015 er fyrsta verkfallið sem mun hafa áhrif á starfsemi Mannvirkjastofnunar. Viðskiptavinir eru beðnir um að sýna því skilning að meðan á verkföllum stefndur mun símavarsla og móttaka viðskiptavina á skrifstofu stofnunarinnar fara úr skorðum. 

Bent er á heimasíðu SFR varðandi nánari upplýsingar um framkvæmd verkfallsins.