19.10 2015

Verklýsing og leiðbeiningar um mælingar á jarðskautum

Verklýsing og leiðbeiningar um mælingar á jarðskautum

Mannvirkjastofnun hefur í samstarfi við hagsmunaaðila og sérfræðinga á raforkusviði látið útbúa verklýsingu og stuðningsskjöl sem eru leiðbeinandi um hönnun/útreikninga, mælingar og eftirlits með jarðskautum, til að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt og snerti- og skrefspennur séu innan hættumarka.  Þessar leiðbeiningar eru settar fram til að auðvelda eftirfylgni og skýra aðferðafræði í samræmi við ÍST EN 50522:2010,  Jarðtenging háspennuvirkja fyrir riðspennu yfir 1 kV.

Þau skjöl sem hér um ræðir eru nánar tiltekið:

  • Verklýsing VL 10, Leiðbeiningar um hönnun/útreikninga, mælingar og eftirlit með jarðskautum rafveitna
  • Dæmi um útreikninga á jarðskautum
  • Handbók um mælingu jarðskauta
  • Eyðublað fyrir mælingu jarðskauta með hallaaðferð
  • Eyðublað fyrir mælingu jarðskauta með spennufallsaðferð
Hér eru nánari upplýsingar um mælingar á jarðskautum.