27.10 2015

Brunavarnaáætlun staðfest fyrir Grundarfjörð

Brunavarnaáætlun staðfest fyrir Grundarfjörð

Grundarfjarðarbær og Mannvirkjastofnun skrifuðu á föstudaginn undir brunavarnaáætlun bæjarins. Þar voru mættir fulltrúar frá Grundarfjarðarbæ, úr bæjarstjórn, bygginganefnd, slökkviliði auk fulltrúa frá Mannvirkjastofnun og fyrirtækinu Eldor sem vann að brunavarnaáætluninni í nánu samstarfi við slökkviliðsstjóra Grundarfjarðar. Nú eru liðnir um 17 mánuðir frá því að þessi vinna hófst. Það voru þeir Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri, Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar, Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri og Þorbjörn Guðrúnarson framkvæmdastjóri Eldor sem skrifuðu undir samninginn.