29.10 2015

Nýr vefur - Samhæfðir staðlar fyrir byggingarvörur

Nýr vefur - Samhæfðir staðlar fyrir byggingarvörur

Nýr vefur um samhæfða íslenska staðla fyrir byggingarvörur var opnaður 14. október sl.  Með væntanlegri reglugerð og samningi Mannvirkjastofnunar við Staðlaráð mun vefurinn verða vettvangur fyrir opinbera birtingu á listum yfir samhæfða evrópska staðla um byggingarvörur, sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Umrædd lög eru íslensk innleiðing á reglugerð ESB nr. 305/2011.

Vefurinn er einnig hugsaður sem verkfæri fyrir þá sem þurfa CE-merkja byggingarvörur eða styðjast við samhæfða íslenska staðla fyrir byggingarvörur með einhverjum hætti. - Sjón er sögu ríkari.

http://samhaefdirstadlar.is/