14.12 2015

Brunavarnaáætlun Brunavarna Árnessýslu undirrituð

Brunavarnaáætlun Brunavarna Árnessýslu undirrituð

Ný brunavarnaáætlun Brunavarna Árnessýslu var undirrituð síðastliðinn föstudag í sal slökkviliðsins í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Áætlunin er búin að vera í vinnslu um allnokkurt skeið og hefur endanlegt samþykki hennar ítrekað tafist vegna sameininga slökkviliða í sýslunni. Fyrir undirritun áætlunarinnar var hún tekin fyrir af öllum sveitarstjórnum í Árnessýslu þar sem hún hlaut samþykki. Við undirritunina komu sveitarstjórar eða fulltrúar þeirra ásamt formanni fagráðs Brunavarna Árnessýslu, forstjóra Mannvirkjastofnunar, og settum slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu, saman á slökkvistöðinni til þess að undirrita brunavarnaáætlunina og fullgilda hana þar með.

Nánari upplýsingar eru í Dagskránni Fréttablaði Suðurlands.