14.12 2015

Vinningshafi í þjónustukönnun Mannvirkjastofnunar 2015

Vinningshafi í þjónustukönnun Mannvirkjastofnunar 2015

Vinningshafi í þjónustukönnun Mannvirkjastofnunar sem fram fór í september og október 2015 hefur verið dreginn út. Sá heppni var Bjarni Daníel Daníelsson og verðlaunin voru gjafabréf að verðmæti 20.000 kr á veitingastaðnum Grillmarkaðurinn eða á einhverju öðru veitingahúsi ef vinningshafinn vildi taka út vinninginn á landsbyggðinni. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar afhenti Bjarna gjafabréfið í síðustu viku og óskum við Bjarna til hamingju með vinninginn.