17.02 2016

Nýtt app fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem hægt er að nota sem stjórnborð fyrir reykkafara á vettvangi

Nýtt app fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem hægt er að nota sem stjórnborð fyrir reykkafara á vettvangi

Til að auðvelda reykköfurum að halda reykköfunarhandbók hefur verið búið til app fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem hægt er að nota sem stjórnborð fyrir reykkafara á vettvangi. Appið er ætlað tækjum með Android stýrikerfi og er öllum er frjálst að hlaða niður appinu og nota það.

Hægt er að nálgast forritið og leiðbeiningar um uppsetningu þess á heimasíðu Mannvirkjastofnunar.