30.03 2016

Möguleg hætta á raflosti af Apple klóm fyrir hleðslutæki

Möguleg hætta á raflosti af Apple klóm fyrir hleðslutæki

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Apple á klóm fyrir hleðslutæki, vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað, um er að ræða útskiptanlegar klær sem rennt er á straumbreyta sem notaðir eru til að hlaða Mac-tölvur og tiltekin iPod-, iPad- og iPhone-tæki. Viðkomandi klær fylgdu vörum frá Apple sem seldar voru á árunum 2003 til 2015. Sjá nánar leiðbeiningar Apple og Epli.is (hlekkir hér fyrir neðan). 

Raffang: Klær fyrir hleðslutæki. 

Framleiðandi/Vörumerki: Apple, klær með engu auðkenni eða fjögurra eða fimm stafa runum í innanverðum hluta klónna - sjá nánar leiðbeiningar Apple og Epli.is varðandi hvaða klær er nákvæmlega um að ræða (hlekkir hér fyrir neðan). 

Hætta: Klærnar geta brotnað og valdið raflosti. Vitað er um 12 tilvik í Evrópu þar sem notendur hafa fengið rafstuð. 

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Epli og að öllum líkindum fleiri aðilar. Þá er líklegt að viðkomandi klær hafi borist til landsins eftir öðrum leiðum, t.d. með ferðalöngum og í gegnum netverslanir. 

Sölutímabil: Frá 2003 til 2015. 

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna búnaðar eins og hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Epli.is eða Apple – sjá nánar leiðbeiningar fyrirtækjanna (hlekkir hér fyrir neðan). 

 

Sjá innköllun Apple

 

Sjá innköllun Epli.is