04.05 2016

Breytingar á byggingarreglugerð

Breytingar á byggingarreglugerð

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð sem hefur það að markmiði að lækka byggingarkostnað vegna íbúðarhúsnæðis. Breytingarnar snúa m.a. að aðkomu, umferðaleiðum og innri rýmum mannvirkja auk þess sem tilteknar minniháttar framkvæmdir verða undanþegnar byggingarleyfi. Sjá nánar frétt á heimasíðu ráðuneytisins en reglugerðina er hægt að nálgast í reglugerðarsafni á vefnum.