11.05 2016

Möguleg hætta á raflosti af tenglum (innstungum) frá Gira

Möguleg hætta á raflosti af tenglum (innstungum) frá Gira

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun S. Guðjónssonar ehf og Gira á tenglum með fiktvörn (snertivörn/„barnavörn“), vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað. Viðkomandi tenglum var dreift af Gira til raftækjaverslana/heildsala á tímabilinu 09.12.2014 til 26.01.2016, sjá nánar innköllun Gira.

Á Íslandi sá S. Guðjónsson ehf um dreifingu tenglanna, aðallega til rafverktaka sem svo sáu um uppsetningu á heimilum og í fyrirtækjum. Skv. upplýsingum er aðeins lítill hluti viðkomandi tengla með þessum galla og hættan á raflosti ekki mikil, en þó fyrir hendi. 

Rafföng: Tenglar með fiktvörn (snertivörn/„barnavörn“). 

Framleiðandi/Vörumerki: Gira af mismunandi gerðum, sjá nánar innköllun Gira. 

Hætta: Hætta á raflosti. 

Þekktir söluaðilar á Íslandi: S. Guðjónsson ehf og ýmsir rafverktakar. 

Sölutímabil: 09.12.2014 til 26.01.2016. 

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna tengla eins og hér um ræðir að hafa samband við S. Guðjónsson ehf, www.sg.is .

 

Sjá innköllun Gira