03.06 2016

Hætta á raflosti af FROSTFRI kæli- og frystiskápum frá IKEA

Hætta á raflosti af FROSTFRI kæli- og frystiskápum frá IKEA

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun IKEA á kæli- og frystiskápum vegna hættu á raflosti sem af þeim getur stafað. Skáparnir voru framleiddir frá viku 45 árið 2015 til viku 7 árið 2016 (nóvember 2015 til febrúar 2016) og seldir hér á landi og eru því nýlegir. 

Rafföng: Kæli- og frystiskápar. 

Framleiðandi/Vörumerki: FROSTFRI. 

Hætta: Hætta á raflosti. Stjórnborð efst á skápunum getur losnað eða dottið af og skapað hættu á beinni snertingu við spennuhafa hluti. 

Þekktir söluaðilar á Íslandi: IKEA. 

Sölutímabil: Skáparnir voru framleiddir frá viku 45 árið 2015 til viku 7 árið 2016 (nóvember 2015 til febrúar 2016) og seldir á Norðurlöndunum, þ.m.t. á Íslandi, og í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Ítalíu. 

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna kæli- og frystiskápa eins og hér um ræðir að stöðva notkun þeirra þegar í stað og taka úr sambandi og hafa samband við IKEA eða þjónustuaðila fyrirtækisins, sjá nánar hér fyrir neðan. 

Sjá nánar innköllun IKEA og frétt á mbl.is.