08.09 2016

Möguleg hætta Samsung Galaxy Note 7 farsímum

Möguleg hætta Samsung Galaxy Note 7 farsímum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á að Samsung hefur stöðvað sölu á Samsung Galaxy Note 7 farsímum vegna hættu sem af þeim getur stafað. Fyrirtækið mun í framhaldinu innkalla síma á þeim mörkuðum sem sala til almennra notenda hafði hafist. Dæmi eru um að rafhlöður símanna hafi „sprungið“ – það mun þó ekki hafa gerst í Evrópu skv. upplýsingum framleiðanda. Viðkomandi tegund farsíma mun ekki vera komin í almenna sölu hér á landi en en gætu hafa borist hingað með ferðafólki og í gegnum vefverslanir. 

Raffang: Farsími. 

Framleiðandi/Vörumerki: Samsung Galaxy Note 7. 

Hætta: Hætta á að rafhlaða símans „springi“ og geti þannig valdið slysum og tjóni. 

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Viðkomandi símar munu ekki vera komnir í almenna sölu hér á landi, en gætu hafa borist hingað með ferðafólki og í gegnum vefverslanir. 

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna farsíma eins og hér um ræðir að stöðva notkun þeirra þegar í stað. 

Sjá nánar: Innköllun Samsung í Bretlandi og frétt á mbl.is.