23.09 2016

"Minding the future"

"Minding the future"

Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið verður haldin í Hörpu 5. - 6. október. Ráðstefnan markar lok þriggja ára áætlunar um norræna lífhagkerfið (NordBio) sem hófst árið 2014 þegar Ísland gegndi formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Á ráðstefnunni mun gefast tækifæri til þess að fræðast um lífhagkerfið og NordBio verkefnin, heyra um alþjóðlega strauma og stefnur á þessu sviði og leggja á ráðin um það hvernig framtíðin eigi að líta út.

Dagskrá ráðstefnunnar, skráning og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins.