11.11 2016

Fundur með byggingarfulltrúum

Fundur með byggingarfulltrúum

Árlegur fundur Mannvirkjastofnunar með byggingarfulltrúum var haldinn á Hótel Selfossi 27. og 28. október. Á  fundinum var fjallað um notkun faggiltra skoðunarstofa, viðbrögð við brotum fagaðila, byggingarvörur og CE- merkingu byggingavara. Nýr byggingarvettvangur var kynntur til sögunnar en hann er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana og annarra aðila sem tengjast byggingarstarfsemi. Einnig var fjallað um rakaskemmdir í mannvirkjum, greinargerðir hönnuða og nýtt smáforrit Mannvirkjastofnunar sem hægt er að nota í úttektum sem fara fram samkvæmt skoðunarhandbókum.

Dagskrá fundarins og glærur með erindum má finna á heimasíðu Mannvirkjastofnunar.