04.01 2017

Möguleg hætta af Power Plus límbyssum frá Húsasmiðjunni

Möguleg hætta af Power Plus límbyssum frá Húsasmiðjunni

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Húsasmiðjunnar á límbyssum af gerðinni Power Plus POW721 vegna hættu sem af þeim getur stafað.

Raffang: Límbyssa. 

Framleiðandi/Vörumerki: Power Plus POW721. 

Hætta: Vegna galla í samsetningu getur heitt lím lekið úr samskeytum á límbyssum af viðkomandi gerð. 

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Verslanir Húsasmiðjunnar. 

Sölutímabil: 4-5 undanfarnir mánuðir. 

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna límbyssa eins og hér um ræðir að stöðva notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Húsasmiðjuna. 

Sjá nánar innköllun Húsasmiðjunnar.