24.01 2017

Málþing um loftslagsmál og sjálfbærni í byggingariðnaði – 23. febrúar næstkomandi

Málþing um loftslagsmál og sjálfbærni í byggingariðnaði – 23. febrúar næstkomandi

Málþing um loftslagsmál og sjálfbærni í byggingariðnaði, tækifæri og áskoranir, verður haldið 23. febrúar næstkomandi milli kl. 13:00-16:30 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Að þinginu standa Byggingavettvangur, Mannvirkjastofnun, Vistbyggðarráð og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fjallað verður um sjálfbærni almennt í byggingariðnaði, tengingu við Parísarsamkomulagið, skipulagsmál, markmið og fjárhagslega hvata.

Málþingið er ætlað öllum þeim sem tengjast byggingariðnaði ásamt öðrum áhugasömum. Vinsamlegast tilkynnið til samstarfsfólks og þeirra sem kunna að hafa áhuga.

Aðgangur að málþinginu er ókeypis en þátttakendur eru beðnir um að tilkynna þátttöku sína með því að senda tölvupóst á silja@mvs.is.

Dagskrá: 

13:00-13:15 Opnunarávarp
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
13:15-14:00
Paradigm Change? A New Architecture for 2050
Martin Haas, arkitekt á eigin stofu haas.cook.zemmrich – STUDIO 2050 í Þýskalandi, varaformaður þýska vistbyggðarráðsins (DGNB) og gestaprófessor við University of Pennsylvania
14:00-14:15 Kolefnisjafnaðar byggingar á Íslandi?
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Vistbyggðarráðs
14:15-14:35 Hvaða þýðingu hefur Parísarsamkomulagið fyrir byggingariðnaðinn?
Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu hafs, vatns og loftslags hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
14:35-14:45 Kaffihlé
14:45-15:00 Sjálfbært skipulag
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur og forstjóri Skipulagsstofnunar
15:00-15:20 Perlufestin okkar – Auknir uppbyggingarmöguleikar meðfram Borgarlínu
Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH (Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu)
15:20 -15:40 Fjárhagslegir hvatar og grænir skattar
Tryggvi Felixson, auðlindahagfræðingur og ráðgjafi hjá Norðurlandaráði
15:40-16:20 Reynslusögur af sjálfbærni í byggingariðnaði
Ólafur H. Wallevik, prófessor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður grunnrannsókna hjá NMÍ
Aðalheiður Atladóttir, arkitekt og formaður Arkitektafélags Íslands
Björn Guðbrandsson, prófessor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands og einn eiganda Arkís
16:20-16:30 Lokaorð og málþingsslit

Samantekt á erindi Martins:

Title: Paradigm Change? A New Architecture for 2050

Our world is undergoing change.

We have to rethink in terms of social values, the way we cohabit in cities, the daily patterns of life, our mobility and how we perceive architecture. Our entire built  environment must be put to the test because it affects modes of behaviour, habits and social development.

It is therefore important to recognize the subtle differences in human existence and the role of different lifestyles and to allow the insights gained to influence the development of a new architecture. As architects we have a special responsibility to ensure that society find ways to make “sustainable living“ a desirable lifestyle.