08.02 2017

112 dagurinn á laugardaginn

112 dagurinn á laugardaginn

Mannvirkjastofnun, ásamt fjölmörgum öðrum aðilum, standa árlega að 112 deginum, þann 11.2, sem er nú á laugardag. Að þessu sinni verður dagurinn haldinn hátíðlegur í Hörpu þar sem viðbragðsaðilar sýna ýmis tæki og tól og kl. 15 hefst dagskrá þar sem m.a. skyndihjálparmaður Rauða krossins verður útnefndur. Allir eru velkomnir á þennan atburð. 

Frekari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/112-dagurinn/