03.03 2017

Ráðstefna um byggingargalla, raka og mygluvandamál

Ráðstefna um byggingargalla, raka og mygluvandamál

Háskóli Íslands, Byggingavettvangur, Sænska sendiráðið, Nýsköpunarmiðstöð og Mannvirkjastofnun boða til ráðstefnu um byggingargalla, raka og mygluvandamál þann 10. mars kl. 13:00  - 16:30. á Hótel Hilton Nordica.

Fjallað verður um raka og mygluvandamál í húsnæði á Íslandi og hvaða lausnir eru mögulegar.  Þá verður fjallað um byggingargalla og leitast við að finna líklegustu ástæður og til hvaða viðbragða þarf að grípa.

Aðgangur að málþinginu er ókeypis en þátttakendur eru beðnir um að tilkynna þátttöku sína með því að skrá sig á vef Samtaka iðnaðarins.