24.03 2017

Málþing um hagkvæmni í íbúðabyggingum

Málþing um hagkvæmni í íbúðabyggingum

Íbúðalánasjóður  og Byggingavettvangur boða til málþings um hagkvæmni í íbúðabyggingum. Hvernig getum við byggt sem flestar íbúðir með þeim fjármunum sem ríkið leggur til í stofnframlög? Málþingið verður haldið 30. mars kl. 13:00  - 15:30 í fundarsal Íbúðalánasjóðs í Borgartúni 21. 

Málþingsstjóri er Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.

Dagskráin verður eftirfarandi: 

 1. Krafa um hagkvæmni við úthlutun stofnframlaga,  Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, Markaðsstjóri Íbúðalánasjóðs 

 2. Lóðaframboð og lóðarverð, Almar Guðmundsson Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 

 3. Byggingakostnaður, Guðmundur Sigurfinnsson Hagfræðingur fjárstýringar. 

 4. Færanleg snjallhús til að leysa bráðavanda í Stokkhólmi, Claes Eliasson, Junior Living 

 5. Bygging hagkvæmra íbúða 

  • IKEA -  Hagkvæmar íbúðir í Urriðaholti – Þórarinn Ævarsson

  • Loftorka - forsteyptar einingalausnir - Andrés Konráðsson

  • ecoAtlas – snjallhús - Óskar Jónasson

  • Fibra-hús - trefjaeiningar – Regin Grímsson

  • Byko-Lat – forsmíðaðar einingar – Brynja Halldórsdóttir

  • Steinullareiningar og límtré – Yleiningar - Dennis Davíð Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir

  • Staðsteyptar lausnir – ÞG verktakar – Þorvaldur Gissurarson 

 6.  Lokaorð Hannes Frímann Sigurðsson verkefnisstjóri Byggingavettvangs ( 5 min)

Ráðstefnuslit