13.10 2017

Hætta á raflosti og bruna af loftljósum (kösturum) frá Concord

Hætta á raflosti og bruna af loftljósum (kösturum) frá Concord

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Feilo Sylvania Europe Limited á loftljósum (kösturum) vegna hættu á raflosti og bruna sem af þeim getur stafað. Ljósin voru seld á tímabilinu febrúar til september 2017. Sjá nánar hér fyrir neðan. 

Rafföng: Loftljós (kastarar).

Framleiðandi/Vörumerki: Concord Beacon ES 50. Nánar tiltekið gerðirnar:

  • 2041879 BEACON ES50 S/C WHITE 240V

  • 2041880 BEACON ES50 S/C SILVER 240V

  • 2041881 BEACON ES50 S/C BLACK 240V

  • 2041882 BEACON ES50 3/C WHITE 240V

  • 2041883 BEACON ES50 3/C SILVER 240V  

  • 2041884 BEACON ES50 3/C BLACK 240V

Hætta: Hætta á raflosti og bruna. Vegna framleiðslugalla geta vírar í ljósinu orðið fyrir skemmdum og valdið hættu.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: S. Guðjónsson ehf.

Sölutímabil: Ljósin voru seld á tímabilinu febrúar til september 2017.

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna ljósa eins og hér um ræðir að stöðva notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við S. Guðjónsson ehf, sjá nánar hér fyrir neðan.

Sjá nánar frétt á mbl.is