17.10 2017

Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit

Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit

Í júlí 2017 gaf umhverfis- og auðlindaráðuneytið út nýja reglugerð nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Markmið reglugerðarinnar er að vernda líf, heilsu, umhverfi og eignir með því að gera kröfur um fyrirbyggjandi brunavarnir, rekstur þeirra og tryggja fullnægjandi eldvarnareftirlit. 

Reglugerðin fjallar um skoðunarskyldu slökkviliða með mannvirkjum, lóðum og starfsemi þar sem eldhætta getur skapast og ógnað lífi, heilsu, umhverfi og eignum. Einnig fjallar hún um kröfur sem gerðar eru vegna heitrar vinnu.

Kynning á reglugerðinni verður haldin á vegum Brunatæknifélags Íslands þann 18. október og verður hún í matsal Eflu verkfræðistofu á Höfðabakka 9 í Reykjavík. Kynningin hefst kl. 8:15 og lýkur kl. 10 eða fyrr. 

Fyrirlesarar verða Ingibjörg Halldórsdóttir lögfræðingur hjá Landi lögmönnum og Guðmundur Gunnarsson fagstjóri eldvarna hjá Mannvirkjastofnun. 

Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.