19.10 2017

Uppfærð byggingarreglugerð og yfirlit yfir helstu breytingar

Uppfærð byggingarreglugerð og yfirlit yfir helstu breytingar

Þann 11. ágúst 2017 tók gildi reglugerð nr. 722/2017 um (6.) breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012. Mannvirkjastofnun hefur uppfært gildandi reglugerð með hliðsjón af þessum breytingum.

 Í 1. gr. reglugerðar nr. 722/2017 er skilgreiningu á hugtakinu skoðunarhandbók bætt við byggingareglugerð og með 3. gr. er ítarlegum viðauka um skoðunarhandbækur bætt við hana. Með ákvæðum 2. gr. breytingarreglugerðarinnar er kveðið á um ýmsar breytingar á 3. kafla byggingarreglugerðar. Breytingarnar eru settar fram með því að endurbirta 3. kafla byggingarreglugerðar í heild sinni og getur því verið töluverðum vandkvæðum bundið að finna út hvaða ákvæðum var breytt og með hvaða hætti. Mannvirkjastofnun hefur því tekið saman þær breytingar sem gerðar voru á 3. kafla byggingarreglugerðar, og má þær sjá í sérstöku skjali sem má nálgast hér á vef Mannvirkjastofnunar.