06.11 2017

Hætta á slysum af töfrasprotum frá Cuisinart

Hætta á slysum af töfrasprotum frá Cuisinart

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun BaByliss SARL á tveimur gerðum af töfrasprotum af vörumerkinu Cuisinart vegna hættu á slysum sem af þeim getur stafað. Önnur gerð töfrasprotanna var seld hér á landi á árunum 2011 og 2012 hjá Halldóri Jónssyni ehf og Byggt og búið. Sjá nánar innköllun framleiðanda hér fyrir neðan.

Rafföng: Töfrasprotar. 

Framleiðandi/Vörumerki: Cuisinart CSB800E og Cuisinart CSB801E. Sjá nánar innköllun framleiðanda hér fyrir neðan. 

Hætta: Eftir því sem rafföngin eldast og slitna geta hnífarnir í þeim brotnað og valdið slysahættu. Framleiðandi metur hættuna alvarlega. 

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Halldór Jónsson ehf og Byggt og búið seldu töfrasprota af gerðinni Cuisinart CSB800E. 

Sölutímabil: Töfrasprotarnir voru seldir hér á landi á árunum 2011 og 2012. 

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna töfrasprota eins og hér um ræðir að stöðva notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Halldór Jónsson ehf, sjá nánar hér fyrir neðan. 

Sjá innköllun framleiðanda.

Sjá innköllun Halldórs Jónssonar ehf.