08.11 2017

Rafræn byggingargátt

Rafræn byggingargátt

Talsverð tímamót verða í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu byggingarmála í landinu þegar tekin verður í notkun rafræn byggingargátt. Unnið hefur verið að gerð gáttarinnar mörg undanfarin ár og standa vonir til þess að hún verði að fullu komin í notkun innan fárra mánaða. Markmið byggingargáttarinnar er að gera stjórnsýslu byggingarmála gagnsærri og skilvirkari og tryggja að gæða- og eftirlitskerfið virki.

Grein eftir Björn Karlsson forstjóra Mannvirkjastofnunar birtist í Morgunblaðinu 6. nóvember 2017 um þetta málefni.