27.11 2017

Eftirlit með upprunamerkingu timburs

Eftirlit með upprunamerkingu timburs

Í fyrrahaust var timburreglugerð ESB lögfest hér á landi með lögum nr. 95/2016 um timbur og timburvörur. ESB reglugerðin er frá árinu 2013 og felur í sér að allt timbur sem kemur á markað í Evrópu þarf að vera upprunavottað. Mannvirkjastofnun hefur umsjón með framkvæmd laganna hér á landi, á að sinna eftirlitinu og er nú að taka fyrstu skrefin við að koma því á. Þetta gæti orðið umfangsmikið verk, enda mæðir einna mest á ríkjum sem taka fyrst á móti timburvörum frá ríkjum utan EES. Þau þurfa að tryggja að fyrirtæki sem flytja það inn hafi gengið úr skugga um að það sé löglegt.

RÚV hefur tekið saman pistil um málið sem fluttur var í fréttaskýringaþættinum Spegillinn.