17.01 2018

Námskeið um byggingarreglugerð nr. 112/2012

Námskeið um byggingarreglugerð nr. 112/2012

Þriðjudaginn 24. og fimmtudaginn 26. apríl heldur Endurmenntun HÍ, í samstarfi við Mannvirkjastofnun, námskeið um byggingarreglugerð nr. 112/2012. Markmiðið er að þátttakendur fái heildarsýn yfir byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Gildissvið og markmið byggingarreglugerðar og stjórnsýslu sbr. lög um mannvirki.

• Aðgengismál.

• Tæknilegan hluta reglugerðarinnar.

• Skoðunarhandbækur og rafræna stjórnsýslu.

Námskeiðið er fyrir hönnuði, eftirlitsmenn, verktaka, iðnmeistara, eigendur mannvirkja og aðra þá sem vilja kynna sér betur byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Nánar um námskeiðið á vef Endurmenntunar HÍ.