17.01 2018

Námskeið um byggingarvörur og CE-merkingar

Námskeið um byggingarvörur og CE-merkingar

Þriðjudaginn 17. apríl heldur Endurmenntun HÍ, í samstarfi við Mannvirkjastofnun, námskeið um Byggingarvörur og CE-merkingar. 

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Fyrir hvað stendur CE-merkið.

• Gildandi lög og reglur um byggingarvörur og tengsl þeirra við mannvirkjalög og byggingarreglugerð.

• Hlutverk og skyldur framleiðanda.

• Hlutverk og skyldur söluaðila.

• Hlutverk og skyldur hönnuða.

• Hlutverk og skyldur byggingarstjóra.

• Hlutverk og skyldur iðnmeistara.

• Hlutverk og skyldur eigenda. 

Námskeiðið nýtist öllum þeim sem koma að sölu, kaupum og meðhöndlun á byggingarvörum, s.s. framleiðendum, söluaðilum, hönnuðum, byggingarstjórum, iðnmeisturum og eigendum.

Nánar um námskeiðið á vef Endurmenntunar HÍ.