30.01 2018

Morgunspjall um reynsluna af rafbílum

Morgunspjall um reynsluna af rafbílum

Vistbyggðarráð sem Mannvirkjastofnun er aðili að, boðar til morgunspjalls með kaffi og croissant um reynsluna af rafbílum föstudaginn 2. febrúar klukkan 08:30-10:00. 

Ómar Ragnarsson sem hefur víðtæka reynslu af því að nýta bæði rafmagnshjól og rafmagnsbíl við íslenskar aðstæður segir frá sinni persónulegu reynslu. Ólafur Ingi Halldórsson hjá Reykjavíkurborg hefur einnig víðtæka reynslu af rekstri rafbíla og segir frá reynslunni hjá borginni. Þórhildur Fjóla hjá Vistbyggðarráði fer svo yfir reynsluna í Noregi og hvað yfirvöld þar hafa gert til þess að hvetja til rafbílakaupa þar í landi.

Fundurinn verður í Borgartúni 7B, gengið inn í bílaportið hjá Skipulagsstofnun. 

Þátttaka er skráð með því að smella “Mæta” á Facebook viðburðinn: 

https://www.facebook.com/events/1621651064578731/