26.02 2018

Háspenna lífshætta, aðgát í nánd við háspennulínur

Háspenna lífshætta, aðgát í nánd við háspennulínur

Mannvirkjastofnun hefur gefið út bækling sem er ætlaður framkvæmdaaðilum og verktökum sem vinna í námunda við háspennulínur. Markmiðið er að koma í veg fyrir slys eða tjón vegna vinnu í nálægð við háspennu og að umráðamenn eða stjórnendur vinnuvéla og verktakar séu vel upplýstir um öryggis- og hættufjarlægðir. 

Hægt er að nálgast bæklinginn í heild sinni hér á vef Mannvirkjastofnunar.