06.03 2018

Möguleg brunahætta af fartölvum frá Lenovo

Möguleg brunahætta af fartölvum frá Lenovo

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Lenovo á fjórum gerðum af fartölvum frá Lenovo vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Viðkomandi tölvur voru framleiddar á tímabilinu desember 2016 til október 2017 og a.m.k. ein gerð þeirra var seld hér á landi hjá Origo hf (áður Nýherji), sjá nánar innköllun Origo hér fyrir neðan. 

Rafföng: Fartölvur. 

Framleiðandi/Vörumerki: Lenovo ThinkPad X1 Carbon (5th Gen) af gerðunum 20HQ, 20HR, 20K3 og 20K4. Sjá nánar innköllun framleiðanda hér fyrir neðan. 

Hætta: Laus skrúfa getur valdið skammhlaupi í rafhlöðu sem leitt getur til ofhitnunar og brunahættu. 

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Origo hf (áður Nýherji). Fartölvur af viðkomandi gerðum gætu einnig hafa borist til landsins eftir öðrum leiðum. 

Sölutímabil: Viðkomandi tölvur voru framleiddar á tímabilinu desember 2016 til október 2017 og seldar á því tímabili og fljótlega eftir það. 

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna fartölva eins og hér um ræðir að stöðva notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Origo hf eða framleiðanda, sjá nánar hér fyrir neðan. 

Sjá innköllun framleiðanda.

Sjá innköllun Origo hf.