20.03 2018

Könnun á orkumerkingum sjónvarpa

Könnun á orkumerkingum sjónvarpa

Í mars 2018 lét Mannvirkjastofnun framkvæma skoðun á ástandi orkumerkinga nokkurra gerða af sjónvörpum. Skoðanir voru framkvæmdar af BSI á Íslandi ehf sem er faggilt skoðunarstofa á sviði markaðseftirlits.

Í skoðuninni sem var framkvæmd var ástand orkumerkinga 218 sjónvarpa af mismunandi gerð, skoðað. Einungis 65% tækjanna reyndust hafa fullnægjandi orkumerkingar, í 4% tilfella þóttu merkingarnar ekki fullnægjandi. Í 31% tilfellum reyndust sjónvörpin ekki hafa nauðsynlegar orkumerkingar.

Til samanburðar lét Mannvirkjastofnun framkvæma sambærilega skoðun í nóvember 2016 á orkumerkingum sjónvarpa hjá sömu söluaðilum. Þá kom í ljós að 43% tækja höfðu réttar og rétt staðsettar orkumerkingar og 3% tilfella voru þær ófullnægjandi. Í 54% tilfella reyndust sjónvörp ekki hafa nauðsynlegar orkumerkingar.

Þrátt fyrir að söluaðilar hafi bætt sig á milli þessara tveggja skoðana þá eru þessar niðurstöður langt frá því að vera viðunandi.

Hægt er að skoða niðurstöður könnunarinnar í heild á vef Mannvirkjastofnunar.