Frétt

24.04 2018

Laust starf móttökuritara hjá Mannvirkjastofnun

Laust starf móttökuritara hjá Mannvirkjastofnun

Mannvirkjastofnun óskar eftir að ráða móttökuritara til starfa í hlutastarf hjá stofnuninni.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Móttaka viðskiptavina
- Símavarsla
- Skjalavarsla og pökkun skjala til geymslu
- Ritvinnsla

Hæfnikröfur

- Gerð er krafa um að viðkomandi hafi lokið stúdentsprófi og æskilegt er að viðkomandi hafi lokið starfstengdum námskeiðum. Ekki er verið að leita að háskólamenntuðum starfsmanni.
- Góð almenn tölvukunnáttu og hæfni í ritvinnslu
- Góð íslenskukunnátta
- Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
- Samviskusemi og nákvæmni
- Sveigjanleiki vegna vinnutíma er nauðsynlegur
- Reynsla af GoPro málaskrárkerfi er æskileg
Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Sækja skal um starfið rafrænt í gegnum tengil sem má finna á mannvirkjastofnun.is, hagvangur.is og í auglýsingu stofnunarinnar á Starfatorgi.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Um er að ræða 50% starf eftir hádegi, kl. 12:00-16:00, en í undantekningartilfellum 100% vegna afleysinga og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf fljótlega. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 14.05.2018

Nánari upplýsingar veitir

Ólafur Jón Ingólfsson - olafur@mvs.is - 5916000

Sækja um starf


Til baka