Frétt

08.08 2018

Ný reglugerð um starfsemi slökkviliða

Ný reglugerð um starfsemi slökkviliða

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefur gefið út reglugerð um starfsemi slökkviliða nr. 747/2018 sem var birt í B-deild stjórnartíðinda 1. ágúst síðastliðinn og tók gildi sama dag.

Um er að ræða nýja reglugerð sem kveður á um lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða, sem og um vatnsöflun til slökkvistarfa. Jafnframt er kveðið á um búnað og þjálfun slökkviliðsmanna vegna mengunaróhappa á landi og björgunar á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum. Í reglugerðinni er ennfremur fjallað um upplýsingagjöf slökkviliðs til Mannvirkjastofnunar, meðal annars vegna skráðra slysa og óhappa, gerð og efni brunavarnaráætlunar sveitarfélaga og skipulag slökkviliðs hvað varðar viðbragð og útkallslið.


Til baka