27.08 2018

Auknar kröfur til innflytjenda og dreifingaraðila (smásala) vegna markaðssetningar vöru.

Auknar kröfur til innflytjenda og dreifingaraðila (smásala) vegna markaðssetningar vöru.

Á undanförnum misserum hafa komið út þrjár nýjar reglugerðir á ábyrgðarsviði Mannvirkjastofnunar er varða markaðssetningu vöru. Allar eru þær byggðar á Evróputilskipunum sem hafa það m.a. að markmiði að samræma löggjöf ólíkra vöruflokka og auka rekjanleika vöru. Í reglugerðunum eru hlutverk rekstraraðila (aðilar í aðfangakeðjunni) skilgreind og er sérstaklega bent á auknar kröfur til innflytjenda til EES og dreifingaraðila (smásala). Sem dæmi eru innflytjendur til EES nú ekki bara endursöluaðilar heldur leika þeir lykilhlutverk í að tryggja að vara uppfylli kröfur. Nánari upplýsingar um hlutverk og skyldur rekstraraðila og fleiri kröfur er varða markaðssetningu raffanga má nálgast í bæklingi Mannvirkjastofnuar „Reglur um markaðssetningu raffanga“ – sjá hlekk hér fyrir neðan. 

Reglugerðirnar þrjár eru reglugerð nr. 1055/2017 um breytingu á reglugerð um raforkuvirki, sem fjallar um öryggi raffanga, reglugerð nr. 303/2018 um rafsegulsamhæfi og reglugerð nr. 313/2018 um búnað og verndarkerfi til notkunar í mögulega sprengifimu lofti. Reglugerðirnar og frekari upplýsingar má nálgast á vef Mannvirkjastofnunar, sjá hlekki hér fyrir neðan.

„Reglur um markaðssetningu raffanga – Ábyrgð og skyldur rekstraraðila“ 

Öryggi raffanga og rafsegulsamhæfi

Búnaður og verndarkerfi til nota á sprengihættustöðum