27.09 2018

Möguleg áverkahætta af IKEA ljósum

Möguleg áverkahætta af IKEA ljósum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun IKEA á loftljósum af gerðinni Calypso vegna áverkahættu sem af þeim getur stafað. Ljósin voru voru í sölu eftir 1. ágúst 2016. Innköllunin nær til allra Calypso-ljósa með ákveðna dagsetningarstimpla. 

Rafföng: Loftljós. 

Framleiðandi/Vörumerki: IKEA, Calypso með dagsetningarstimpla frá 1625 til 1744, sjá nánar í fréttatilkynningu IKEA

Hætta: Áverkahætta. Glerkúpull ljósanna getur losnað, fallið niður og valdið áverkum og skemmdum. 

Þekktir söluaðilar á Íslandi: IKEA. 

Sölutímabil: Eftir 1. ágúst 2016. 

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna ljósa eins og hér um ræðir að hafa þegar í stað og hafa samband við IKEA. Sjá nánar fréttatilkynningu frá IKEA og frétt á mbl.is.